Episodes

Monday Sep 27, 2021
Leikjavarpið #29 - Deathloop, Nintendo Direct og NBA2K22
Monday Sep 27, 2021
Monday Sep 27, 2021
Tölvuleikjanördarnir Sveinn Aðalsteinn, Steinar Logi, Bjarki Þór og Daníel Páll fara yfir allt það helsta úr heimi tölvuleikja í nýjasta þætti Leikjavarpsins, hlaðvarpsþætti Nörd Norðursins. Í þættinum rýnir Sveinn í fyrstu persónu skotleikinn Deathloop sem kom í verslanir fyrr í þessum mánuði. Leikurinn hefur hlotið lof gagnrýnenda og gefa leikjasíðurnar IGN og Gamespot leiknum 10 af 10 mögulegum í einkunn. Nýjasta Nintendo Direct kynningin er krufin þar sem Nintendo kynnti nýtt efni úr væntanlegri Mario kvikmynd, sýndi úr Bayonetta 3 og margt fleira. Steinar fræðir hlustendur um körfuboltaleikinn NBA2K22 þar sem spilarar þurfa ekki eingöngu að hugsa um troðslur og varnarleikinn heldur þurfa einnig að huga að tískumálum, pósum og töffara stigum.
Nýr dagskrárliður er kynntur til sögunnar sem kallast Leikjaklúbburinn. Þar eru hlustendur hvattir til að spila valda smelli með strákunum í Leikjavarpinu, fyrsti leikur Leikjaklúbbsins er Day of the Tentacle Remastered frá árinu 2016. Hlustendur geta svo fylgst með gang mála, tekið þátt í umræðum og komið með hugmyndir að leik til að spila í Leikjaklúbbnum á Instagrammi Nörd Norðursins.
Þetta er aðeins brot af því sem fjallað er um í þættinum en einnig eru teknar fyrir ferskar tölvuleikjafréttir, rýnt í Diablo II: Resurrected og Death Stranding Director's Cut á PlayStation 5. Hægt er að hlusta á þáttinn á heimasíðu Nörd Norðursins og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Tónlist:
Neon Laser Horizon by Kevin MacLeod
Link: https://incompetech.filmmusic.io/song/7015-neon-laser-horizon
License: https://filmmusic.io/standard-license
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/
Mynd:
Breytt mynd úr Deathloop og NBA2K22

Saturday Sep 11, 2021
Leikjavarpið #28 - PlayStation Showcase 2021, Twelve Minutes og Daði Freyr
Saturday Sep 11, 2021
Saturday Sep 11, 2021
Daníel Rósinkrans, Sveinn Aðalsteinn, Steinar Logi og Bjarki Þór fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikjanna í nýjasta þætti Leikjvarpsins. Áhersla er lögð á PlayStation Showcase 2021 í þættinum en auk þess gagnrýnir Bjarki Twelve Minutes, fjallað er um Xbox Game Pass tónleikana með Daða Frey og nýjustu fréttirnar.
Efni þáttar:
- Í spilun
- Epic Games vs Apple
- Twelve Minutes
- Horizon Forbidden West útgáfur
- Daði Freyr með Xbox Game Pass tónleika
- Heimsmeistaramótið í League of Legends haldið á Íslandi
- PlayStation Showcase 2021
Byrjunar- og endastef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/
Mynd: Thor úr God of War: Ragnarok og PlayStation Showcase 2021 lógóið

Monday Aug 30, 2021
Leikjavarpið #27 - Gamescom, Baldo og Arena heimsókn
Monday Aug 30, 2021
Monday Aug 30, 2021
Bjarki Þór, Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og Daníel Páll ræða um allt það helsta úr heimi tölvuleikja í þessum tuttagasta og sjöunda þætti Leikjavarpsins, sem er sérstaklega tileinkaður Gamescom 2021! Auk Gamescom er fjallað um heimsókn Nörd Norðursins til Arena, þjóðarleikvangs rafíþrótta á Íslandi, Ghost of Tsushima Director's Cut, Baldo, gamla góða Quake og fleira.
Efni þáttar:
- Leikir í spilun
- Xbox kynningin á Gamescom
- Arena sneak peak
- Gamescom (Saints Row, Halo Infinite, CoD Vanguard o.fl.)
- Psychonauts 2
- Baldo: The Guardian Owls
- Ghost of Tsushima Director's Cut
- Twelve Minutes
- Quake uppfærður
Byrjunar- og endastef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Friday Aug 13, 2021
Leikjavarpið #26 - Ratchet & Clank, Steam Deck og Activision Blizzard kæran
Friday Aug 13, 2021
Friday Aug 13, 2021
Tölvuleikjasérfræðingarnir Steinar, Daníel, Sveinn og Bjarki ræða um allt það helsta úr heimi tölvuleikja í þessum 26. þætti Leikjavarpsins.
Efni þáttar:
- Hvað er verið að spila?
- Ratchet & Clank: Rift Apart gagnrýni
- The Witcher: Monster Slayer
- Valve kynnir Steam Deck
- Nintendo kynnir Switch OLED
- Sveinn kláraði Demon's Souls á PS5!
- The Legend Of Zelda: Skyward Sword HD umfjöllun
- Activision Blizzard sakað um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni
- Hvað er spennandi framundan árið 2021?
Byrjunar- og endastef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/
Forsíðumynd: Ratchet & Clank: Rift Apart

Monday Jun 28, 2021
Leikjavarpið #25 - Allt það helsta frá E3 2021
Monday Jun 28, 2021
Monday Jun 28, 2021
Daníel, Sveinn og Bjarki fara yfir allt það helsta frá E3 tölvuleikjaráðstefnunni sem haldin var á netinu fyrr í júnímánuði.
Efni þáttar:
- Resident Evil Village
- Returnal
- Ratchet & Clank: Rift Apart
- Sony skrópar á E3, aftur!
- Ubisoft E3 kynningin
- Samstarf Myrkur Games og Prime Matter (Koch Media Group)
- Nintendo E3 kynningin
- Microsoft og Bethesda með sameiginlega kynningu
Byrjunar- og endastef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Sunday Apr 18, 2021
Leikjavarpið #24 - Afmæli, martraðir og pöddusnakk
Sunday Apr 18, 2021
Sunday Apr 18, 2021
Þríeykið, Sveinn, Daníel og Bjarki, halda upp á 10 ára afmæli Nörd Norðursins og spjalla um leikjaárið 2011 og hvernig tölvuleikir og leikjamenningin hefur þróast síðan þá.
Efni þáttar:
- Sony fréttir (Last of Us og Days Gone 2)
- Little Nightmares II
- Outriders
- Nörd Norðursins 10 ára! Leikjaárið 2011
- Bugnax
- Maquette
- Oddworld
Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Tuesday Mar 02, 2021
Leikjavarpið #23 - State of Play, Nintendo Direct og PSVR 2
Tuesday Mar 02, 2021
Tuesday Mar 02, 2021
Bjarki lávarður, Sveinn og Daníel fara yfir það helsta úr heimi tölvuleikja. Nintendo hélt Nintendo Direct kynningu þann 17. febrúar þar sem fyrirtækið fór yfir það sem framundan er fyrir Nintendo Switch. Sveinn fjallar um nýtt System Shock sýnishorn sem var birt á dögunum. Sony héldu State of Play kynningu þar sem farið var yfir það sem væntanlegt er á PlayStation 4 og 5. Fyrirtækið hefur einnig tilkynnt að önnur útgáfa af PSVR sýndarveruleikagræjum er væntanleg fyrir PS5. Um þetta og margt fleira er fjallað um í 23. þætti Leikjavarpsins!
Efni þáttar:
- Nintendo Direct
- System Shock sýnisorn
- PSVR-2 væntanlegt fyrir PS5
- BlizzcOnline
- EA hætta við Anthem 2.0
- Pokémon Presents
- State of Play
Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Monday Feb 15, 2021
Leikjavarpið #22 - Hitman 3, Super Mario 3D World og TOHU
Monday Feb 15, 2021
Monday Feb 15, 2021
Sveinn, Bjarki og Daníel fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikja í 22. þætti Leikjavarpsins!
EFNI ÞÁTTAR:
- Resident Evil 8
- Xbox Game Pass Vs. Xbox Gold
- Mass Effect Legendary Edition
- PS+ áskriftir
- TOHU
- Hitman 3
- PS5 selst vel
- Ratchet & Clank: Rift Apart útgáfudagur
- The Medium
- Ring Fit Adventure #RingFitFebrúar
- Super Mario 3D World á Switch
- The Last of Us HBO leikaraval
Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Saturday Feb 13, 2021
Leikjavarpið #21 – The Legend of Zelda 35 ára
Saturday Feb 13, 2021
Saturday Feb 13, 2021
Oddur Bauer og Gylfi Már eru gestir Daníels Rósinkrans í þessum sérstaka The Legend of Zelda þætti Leikjavarpsins. Liðin eru 35 ár frá útgáfu fyrsta Zelda tölvuleiksins en leikurinn var gefinn út í Japan árið 1986 samhliða Famicom leikjatölvunni. Í þættinum fara þeir Daníel, Oddur og Gylfi yfir sögu The Legend of Zelda leikjanna, ræða um tónlistina, framtíð seríunnar og margt fleira.
Efni þáttarins:
- Saga The Legend of Zelda leikjanna,
- Majora’s Mask Vs. Ocarina of Time,
- Tónlist úr Zelda,
- 2D Zelda Vs. 3D Zelda,
- Uppáhalds Nintendo leikjatölvan,
- Framtíð Zelda leikjanna.
Tónlist (intro og outro):
Voxel Revolution by Kevin MacLeod
Link: https://incompetech.filmmusic.io/song/7017-voxel-revolution
License: https://filmmusic.io/standard-license

Monday Jan 18, 2021
Leikjavarpið #20 - Væntanlegir tölvuleikir 2021
Monday Jan 18, 2021
Monday Jan 18, 2021
Daníel, Sveinn og Bjarki fara yfir það helsta sem leikjaárið 2021 hefur upp á að bjóða. Má þar nefna titla á borð við Ratchet and Clank: Rift Apart, nýjan Resident Evil leik, The Medium, Far Cry 6, Little Nightmares II, Halo Infinite, Returnal og fleiri leiki. Ætli mörgum leikjum verði frestað til ársins 2022 vegna Covid? Ræðum þetta og fleira í nýjasta þætti Leikjavarpsins!
Mynd: Halo Infinite, Returnal og Far Cry 6.
Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/