Episodes

Sunday Apr 18, 2021
Leikjavarpið #24 - Afmæli, martraðir og pöddusnakk
Sunday Apr 18, 2021
Sunday Apr 18, 2021
Þríeykið, Sveinn, Daníel og Bjarki, halda upp á 10 ára afmæli Nörd Norðursins og spjalla um leikjaárið 2011 og hvernig tölvuleikir og leikjamenningin hefur þróast síðan þá.
Efni þáttar:
- Sony fréttir (Last of Us og Days Gone 2)
- Little Nightmares II
- Outriders
- Nörd Norðursins 10 ára! Leikjaárið 2011
- Bugnax
- Maquette
- Oddworld
Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Tuesday Mar 02, 2021
Leikjavarpið #23 - State of Play, Nintendo Direct og PSVR 2
Tuesday Mar 02, 2021
Tuesday Mar 02, 2021
Bjarki lávarður, Sveinn og Daníel fara yfir það helsta úr heimi tölvuleikja. Nintendo hélt Nintendo Direct kynningu þann 17. febrúar þar sem fyrirtækið fór yfir það sem framundan er fyrir Nintendo Switch. Sveinn fjallar um nýtt System Shock sýnishorn sem var birt á dögunum. Sony héldu State of Play kynningu þar sem farið var yfir það sem væntanlegt er á PlayStation 4 og 5. Fyrirtækið hefur einnig tilkynnt að önnur útgáfa af PSVR sýndarveruleikagræjum er væntanleg fyrir PS5. Um þetta og margt fleira er fjallað um í 23. þætti Leikjavarpsins!
Efni þáttar:
- Nintendo Direct
- System Shock sýnisorn
- PSVR-2 væntanlegt fyrir PS5
- BlizzcOnline
- EA hætta við Anthem 2.0
- Pokémon Presents
- State of Play
Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Monday Feb 15, 2021
Leikjavarpið #22 - Hitman 3, Super Mario 3D World og TOHU
Monday Feb 15, 2021
Monday Feb 15, 2021
Sveinn, Bjarki og Daníel fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikja í 22. þætti Leikjavarpsins!
EFNI ÞÁTTAR:
- Resident Evil 8
- Xbox Game Pass Vs. Xbox Gold
- Mass Effect Legendary Edition
- PS+ áskriftir
- TOHU
- Hitman 3
- PS5 selst vel
- Ratchet & Clank: Rift Apart útgáfudagur
- The Medium
- Ring Fit Adventure #RingFitFebrúar
- Super Mario 3D World á Switch
- The Last of Us HBO leikaraval
Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Saturday Feb 13, 2021
Leikjavarpið #21 – The Legend of Zelda 35 ára
Saturday Feb 13, 2021
Saturday Feb 13, 2021
Oddur Bauer og Gylfi Már eru gestir Daníels Rósinkrans í þessum sérstaka The Legend of Zelda þætti Leikjavarpsins. Liðin eru 35 ár frá útgáfu fyrsta Zelda tölvuleiksins en leikurinn var gefinn út í Japan árið 1986 samhliða Famicom leikjatölvunni. Í þættinum fara þeir Daníel, Oddur og Gylfi yfir sögu The Legend of Zelda leikjanna, ræða um tónlistina, framtíð seríunnar og margt fleira.
Efni þáttarins:
- Saga The Legend of Zelda leikjanna,
- Majora’s Mask Vs. Ocarina of Time,
- Tónlist úr Zelda,
- 2D Zelda Vs. 3D Zelda,
- Uppáhalds Nintendo leikjatölvan,
- Framtíð Zelda leikjanna.
Tónlist (intro og outro):
Voxel Revolution by Kevin MacLeod
Link: https://incompetech.filmmusic.io/song/7017-voxel-revolution
License: https://filmmusic.io/standard-license

Monday Jan 18, 2021
Leikjavarpið #20 - Væntanlegir tölvuleikir 2021
Monday Jan 18, 2021
Monday Jan 18, 2021
Daníel, Sveinn og Bjarki fara yfir það helsta sem leikjaárið 2021 hefur upp á að bjóða. Má þar nefna titla á borð við Ratchet and Clank: Rift Apart, nýjan Resident Evil leik, The Medium, Far Cry 6, Little Nightmares II, Halo Infinite, Returnal og fleiri leiki. Ætli mörgum leikjum verði frestað til ársins 2022 vegna Covid? Ræðum þetta og fleira í nýjasta þætti Leikjavarpsins!
Mynd: Halo Infinite, Returnal og Far Cry 6.
Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Monday Jan 04, 2021
Leikjavarpið #19 - Leikjaárið 2020 gert upp
Monday Jan 04, 2021
Monday Jan 04, 2021
Bjarki, Sveinn og Daníel gera upp leikjaárið 2020. Farið er yfir það helsta frá Sony, Microsoft, Nintendo og öðrum tölvuleikjafyrirtækjum. Nýjar leikjatölvur komu á markað á árinu og fjölmargir flottir tölvuleikir. Í lok þáttar er tekinn saman topp fimm listi Nörd Norðursins fyrir tölvuleikjaárið 2020.
Fylgist með - í næsta þætti ætlum við að skoða hvað árið 2021 mun bjóða upp á!
Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Monday Dec 21, 2020
Leikjavarpið #18 - Sæberpönk, grísk goðafræði og Xbox Series X
Monday Dec 21, 2020
Monday Dec 21, 2020
Í áttjánda þætti Leikjavarpsins ræða þeir Daníel, Sveinn og Bjarki hjá Nörd Norðursins um það helsta úr heimi tölvuleikja. Rennum stuttlega yfir það helsta úr The Game Awards 2020 tölvuleikjaverðlaununum. Bjarki spilaði fyrsta kaflann í Tell Me Why þar sem sterk trans persóna fer með aðalhlutverk og segir aðeins frá sinni upplifun á leiknum. Sveinn er búinn að vera að prufukeyra eina af fáum Xbox Series X á landinu undanfarnar vikur og segir frá helstu kostum og göllum og ber saman við PlayStation 5. Daníel og Sveinn spiluðu Immortals: Fenyx Rising og segja þeir frá leiknum sem tengist grískri goðafræði. Þátturinn endar svo á Cyberpunk 2077 skandalinum - leikurinn kom út þann 10. desember og síðan þá hefur leikurinn verið harðlega gagnrýndur fyrir tæknilega galla sem hefur áhuga á spilun leiksins.
Efni þáttarins:
Game Awards 2020
Tell Me Why
Xbox Series X
Immortals: Fenyx Rising
Cyberpunk 2077 skandallinn
Þættinum var streymt í beinni á Twitch þann 20. desember og þökkum við áhorfendum og hlustendum kærlega fyrir okkur!
Mynd: Cyberpunk 2077 og Immortals: Fenyx Rising
Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Wednesday Nov 18, 2020
Leikjavarpið #17 - Víkingar, köngulær og PS5
Wednesday Nov 18, 2020
Wednesday Nov 18, 2020
Í 17. þætti Leikjavarpsins fjöllum við um Hades, Assassin's Creed: Valhalla, Watch Dogs: Legion, og PS5 leikina Spider-Man: Miles Morales og Sackboy: A Big Adventure.
Mynd: Assassin's Creed: Valhalla og Sackboy: A Big Adventure
Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Friday Oct 16, 2020
Leikjavarpið #16 - Spiritfarer, Among Us og Star Wars Squadrons
Friday Oct 16, 2020
Friday Oct 16, 2020
Í 16. þætti Leikjavarpsins fjöllum við um tölvuleikinn Spiritfarer, Among Us, Star Wars Squadrons, gamla og (mis)góða leiki á YouTube-rásinni okkar, kaup Microsoft á ZeniMax media, tölvuleiki, leikjafréttir og fleira. Mynd: Spiritfarer og Among Us Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Monday Sep 21, 2020
Leikjavarpið #15 - Næsta kynslóð leikjatölva, páfaát og geislasverð
Monday Sep 21, 2020
Monday Sep 21, 2020
Fimmtándi þáttur Leikjavarpsins er tileinkaður Xbox Series X/S og PlayStation 5 og ræða þeir Bjarki Þór, Sveinn Aðalsteinn og Daníel Rósinkrans um verð, væntingar og útgáfu en leikjatölvurnar eru væntanlegar í verslanir í nóvember á þessu ári. Sveinn segir frá hinum syndsamlega heimi sem er að finna í Crusader Kings 3 og Bjarki tekur upp geislasverð í sýndaheimi og fjallar um Vader Immortal. Þess má geta að þessi þáttur var tekinn upp í beinu streymi sem sýnt var á Facebook Live. Efni þáttarins: • Xbox Series S og X • Crusader Kings 3 • Vader Immortal • PlayStation 5 Mynd: Xbox Series S, PlayStation 5, Vader Immortal og Crusader Kings 3 Byrjunarstef: "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/

